Bráðabirgðaútgáfa.

151. löggjafarþing — 4. fundur,  6. okt. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[11:14]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við erum að fjalla um framtíðaráætlun fjárlaga næstu fimm árin. Hæstv. fjármálaráðherra sagði áðan í ræðu sinni um dánarbú að fyrstu 5 milljónirnar yrðu skattlausar. En þær verða áfram skertar keðjuverkandi hjá Tryggingastofnun ríkisins. Og ég spyr: Finnst hæstv. ráðherra eðlilegt að ef þeir sem minnst hafa standa í þeim sporum að fá einhverjar örfáar krónur, þó ekki væri nema í arf, þá kosti það það að þeir þurfi að halda sér uppi það sem eftir er af árinu? Þeir eiga að borga meðan aðrir sem hafa það mun betra þurfa þess ekki. Finnst honum kerfið sem hefur verið búið til eðlilegt og er hann með einhver áform um að breyta því?