Bráðabirgðaútgáfa.

151. löggjafarþing — 4. fundur,  6. okt. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[11:17]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir svörin en ég verð bara að spyrja hann: Er það sanngjarnt að fái ég, hérna og núna með mína tekjur, 5 milljónir króna í arf má ég gera það sem ég vil en ef ég fengi arf í þeirri stöðu sem ég var í áður mætti ég það ekki? Þá ætti ég að borga aftur til ríkisins í skerðingu. Allar skattskyldar tekjur öryrkja skerða bæturnar. Finnst ráðherra það virkilega sanngjarnt? Hvers vegna í ósköpunum er allt hjá þessum hóp, sama hvað það er, skerðanlegt nema það sé skattlaust? Hinir sem hafa það virkilega gott og þurfa þar af leiðandi ekki að fá þetta skattlaust gætu borgað skatt af þessu. Þetta er það ósanngjarna við þetta kerfi.