151. löggjafarþing — 4. fundur,  6. okt. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[11:34]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir að lesa 1. gr. sveitarstjórnarlaganna. Hann las þar rétt. Hins vegar hafa sveitarfélögin allt önnur úrræði en ríkið þegar á bjátar. Þau hafa ekki jafn sterka sveiflujafnara og ríkið hefur. Þau geta ekki prentað peninga og þau eru háð því að þau bera lögbundnar skyldur sem ríkið leggur þeim á herðar. Nú verða þau fyrir miklu óvæntu áfalli og ég leyfi mér að efast um, svo ég taki ekki sterkar til orða, að nóg sé að gert. Það er mjög brýnt að sveitarfélögin geti ráði við sitt hlutverk, þau geti örvað eigin fjárfestingar og þau geti risið undir þeim félagslegu verkefnum sem þau verða að takast á við og eiga raunverulega ekkert val um. (Forseti hringir.) Eða er hæstv. fjármálaráðherra að tala um að þau eigi að skera niður í lögbundnum verkefnum sem ríkið hefur falið þeim?