151. löggjafarþing — 6. fundur,  8. okt. 2020.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2021.

5. mál
[13:51]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Hæstv. forseti. Af því að hæstv. ráðherra verður tíðrætt um bankaskattinn held ég að áhugavert væri að skoða hversu vel þær skattalækkanir hafa skilað sér til neytenda, það var nú einmitt kynnt sem meginástæðan fyrir lækkun þeirra skatta. Almennt heyrist mér að hæstv. ráðherra myndi gjarnan vilja gera meira af því jákvæða sem gerst hefur á undanförnum árum en eitthvað haldi aftur af honum í því efni. Ég býð hæstv. ráðherra aðstoð, að hann komi með okkur þingmönnum Miðflokksins þegar við leggjum hugsanlega fram einhverjar tillögur að því hvernig lagfæra megi þetta og ganga lengra í þá átt sem hæstv. ráðherra langar örugglega innst inni að ganga. Það verða skynsamlegar tillögur að vanda og til þess fallnar að bæta rekstrarskilyrði fyrirtækja, fjölga störfum, auka verðmætasköpun og bæta lífskjör almennings á Íslandi.