151. löggjafarþing — 7. fundur,  12. okt. 2020.

breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru .

160. mál
[18:43]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er auðvitað hv. nefndar að meta það, en staðan er þannig að lögin runnu út 1. október sl. Hér er lagt til að það sé út 2021 af því að þetta hefur gengið vel, en er samt til bráðabirgða. Það er ekki verið að lögfesta þetta varanlega, sem ég tel þó að sé framtíðin að einhverju leyti. Við verðum að nýta tækifærin sem við fáum vegna kórónuveirunnar í aukna rafræna stjórnsýslu sem er öllum til hagsbóta á ýmsum sviðum. Ég tel mikilvægt að nefndin kalli til sín aðila sem hafa verið að nýta þetta en tel líka vænlegt að gera það með hraði. Þetta er eitthvað sem nefndin þarf að skoða, sérstaklega í ljósi þess að þetta hefur gengið afar vel á öllum stigum og að það sé algerlega skýrt að réttindi einstaklinga séu tryggð við þessa rafrænu meðferð mála.