151. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2020.

íslensk landshöfuðlén.

9. mál
[18:20]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Aftur nefnir hv. þingmaður hluti sem einmitt eru háðir skilgreiningu og mati. Aftur bendi ég á að atbeina dómstóla þarf til, það er ekki bara einhver einn aðili sem metur hvort um sé að ræða brot er varðar refsiverða háttsemi. Þessi mál eru hins vegar þess eðlis að ég tel sjálfsagt að nefndin kafi svolítið ofan í þetta og velti vöngum yfir tillögu hv. þingmanns, hvort hún geti nýst í stað þess texta sem er í frumvarpinu og þeirrar leiðar sem þar er farin. Ég treysti nefndinni til að skoða málið vel í meðförum Alþingis.