151. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2020.

leigubifreiðaakstur.

10. mál
[19:05]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Mig langar að biðja hæstv. ráðherra að útskýra aðeins betur þá sýn að staða núverandi leigubílstjóra, þeirra sem hafa leyfi í dag, verði jafnvel betri eftir setningu þessara laga. Allar umsagnir leigubílstjóra og leigubílstjórafélaganna í fyrra voru í þá veruna að leigubílstjórar hafi vægast sagt miklar áhyggjur af rekstrarafkomu sinni að þessum lögum innleiddum, eins og þau liggja fyrir. Væri hæstv. ráðherra til í að fara aðeins dýpra í það hvernig hann sér fyrir sér að rekstrarafkoma leigubílstjóra, eins og við þekkjum í dag, batni við innleiðingu þessara reglna?