151. löggjafarþing — 10. fundur,  19. okt. 2020.

stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

200. mál
[18:43]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég hygg að hægt sé að gleðja hv. þingmann með því að upplýsa að fyrir helgi lagði hæstv. fjármálaráðherra fram slíkt frumvarp, um framlengingu á lokunarstyrkjum, og í rauninni miklu umfangsmeira en við afgreiddum hér í vor. Það kemur m.a. til móts við þau sjónarmið sem þar eru. Þar er ekki hámark á hvern rekstraraðila með sama hætti, sem voru 2,4 milljónir í vor. Núna miðast það við hvern starfsmann. Ég hygg að hæstv. fjármálaráðherra muni mæla fyrir því frumvarpi á morgun og þá getur hv. þingmaður átt innihaldsríkt samtal við hæstv. ráðherra.