151. löggjafarþing — 10. fundur,  19. okt. 2020.

loftslagsmál.

32. mál
[19:16]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka andsvarið. Já, mannlegu hugviti eru engin takmörk sett og því meira krefjandi verkefni sem hið mannlega hugvit fær, þeim mun snjallari verða lausnirnar. Sú er mín trú að minnsta kosti.

Mig langaði í seinni spurningu minni einmitt að vekja máls á þessu 70% markmiði sem hv. þingmaður nefndi. Væri ég efasemdarmaður myndi ég kannski segja sem svo: Jú, þetta er gott og blessað, þetta er göfugt markmið og ósköp fallegt og hljómar vel, en hvernig í ósköpunum ætlið þið að ná þessu fram? Og nú spyr ég hv. þingmann, og bið hann um að fara örlítið út í það hvaða leiðir við getum farið fremur auðveldlega til að ná þessum markmiðum fram, hvort það séu ekki einhverjar leiðir sem jafnvel blasa við okkur.