Bráðabirgðaútgáfa.

151. löggjafarþing — 14. fundur,  22. okt. 2020.

eftirlit með innflutningi á búvörum.

[11:32]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Sigurði Páli Jónssyni fyrir þessa umræðu um tolla. Það sem er eiginlega furðulegast í þessu er að vörurnar eru tollafgreiddar á ákveðnum tollnúmerum frá viðkomandi landi en síðan tollafgreiddar inn í landið á öðrum tollnúmerum. Til hvers í ósköpunum er verið að flækja hlutina svona? Ég næ því bara ekki. Á sama tíma erum við með landbúnaðarkerfið og þessa tollmúra og það er okkar verk á þingi og er eiginlega óskiljanlegt. Ég er eiginlega á móti tollmúrum yfir höfuð að vísu en ég er alveg langt frá því á þeirri skoðun að við eigum að rífa niður þá múra sem við erum búin að setja um að ganga inn í ESB. Þar megum við byggja stærri múra.

Af hverju er búið að taka tollsvindl með innflutta osta og flagga því sem jurtaostum og ostlíki? Ég næ því ekki, mér líkar ekki við ostlíki. Ég efast um að nokkrum líki við það og það er mér gjörsamlega óskiljanlegt að við getum verið að rífast um svona einfalda hluti sem á að vera mjög einfalt að koma í lag og ég treysti bændum og neytendum fullkomlega til að sjá um það að hlutirnir séu í lagi. Við þurfum ekki að búa til svona flókið kerfi eins og landbúnaðurinn og tollmúrarnir eru orðnir. Þetta er okkar verk og við eigum bara að sjá til þess að þetta verði einfaldað, hafa það eins einfalt og hægt er og treysta þeim sem eru í matvælaframleiðslu á Íslandi og gefa þeim tækifæri til að þróa sína vöru og við þurfum engar áhyggjur að hafa af því að þeir standi sig ekki.