151. löggjafarþing — 14. fundur,  22. okt. 2020.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

39. mál
[14:32]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég var einmitt að fjalla um þær mótsagnir sem birtast manni í þessum málum þegar reynt er að skoða öryggið frá fleiri sjónarhornum en þeim sem þröngsýnin sýnir manni. Þegar maður fær svona skot eins og: Aldrei er staðið við það sem samið er um, þá má benda á niðurstöðu íbúakosningar frá 2001. Það er ekki búið að standa við hana. Við erum með þjóðaratkvæðagreiðslu frá 2012 um nýja stjórnarskrá. Það er ekki búið að standa við hana.

Er ekki til einhver málsháttur um að kasta fyrsta steininum eða eitthvað svoleiðis? Í þessu máli erum við tvímælalaust með lýðræðislega niðurstöðu íbúakosningar sem ekkert annað á að trompa. Þannig að ég skil ekki að hægt sé að kvarta undan því að ekki sé staðið við eitthvað annað sem gengur ekki í áttina að því að klára niðurstöðu íbúakosningar.