151. löggjafarþing — 16. fundur,  5. nóv. 2020.

um fundarstjórn.

[11:08]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti verður að taka undir það að við þessar aðstæður hefði verið tilhlýðilegt að hv. þingmaður hefði haft samband við þann þingmann sem hann hugðist eiga orðastað við, ef um slíkt var að ræða. Á þetta hefur áður reynt og forseti hefur áður bent þingmönnum á að það sé við hæfi, ef þeir ætla að víkja sérstaklega og beint að málefnum annars þingmanns, að hann sé þá varaður við og geti verið á mælendaskrá á eftir. Þessar leikreglur eiga allir hv. þingmenn að þekkja og það er erfitt um vik fyrir forseta að leiðbeina mönnum eftir á. Það er nú bara vandinn.