151. löggjafarþing — 16. fundur,  5. nóv. 2020.

sóttvarnaráðstafanir, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða.

[12:17]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég er innilega sammála því að okkur veitti því miður ekki af því núna að hafa nýjan spítala tilbúinn. Það sem ég hef líka hugleitt og hef áhyggjur af er að núna erum við í ótrúlegum sóttvörnum, við erum að spritta og erum með grímur og allt. Einhvern tímann var sagt að af misjöfnu þrifust börnin berst. Ég hef áhyggjur heilt yfir: Hvaða áhrif hefur það á ónæmiskerfi barna, fullorðins fólks? Hver er framtíðin í því tilliti? Hvernig verður með ofnæmi, alls konar hluti sem gætu haft áhrif þar á? Vegna þess að við vitum að kerfið okkar þarf ákveðna sýkla til að efla varnir og annað. Þannig að við erum að fara inn í nýjan heim sem við þekkjum ekki. Eru einhverjar rannsóknir í gangi á því hvaða afleiðingar þetta getur haft? Hvernig á að bregðast við þeim?