151. löggjafarþing — 18. fundur,  12. nóv. 2020.

staða innanlandsflugs.

[11:00]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegur forseti. Ég get bara sagt það að við samgönguráðherra höfum reglulega rætt þessi mál og ég veit að samgönguráðherra hefur töluverðar áhyggjur af innanlandsfluginu, bæði af þeim leiðum sem hafa gengið án beins ríkisstuðnings en hinar leiðirnar hafa líka verið til skoðunar. Mér finnst hv. þingmaður vera að benda á málaflokk sem skiptir miklu að við pössum upp á. Staðan er einfaldlega sú að mörgum þykir dýrt að styðja við flugsamgöngur um landið, en þegar betur er að … (Forseti hringir.) — Ég hef eiginlega, virðulegi forseti, haft rautt ljós allan tímann, finnst mér.

(Forseti (SJS): Já.)

Ég skal ljúka máli mínu með því að segja að það getur verið dýrara að gera ekkert í þessum málum en að reyna að styðja við flugsamgöngurnar. Kostnaðurinn af því sem getur gerst, ef heilu byggðirnar flosna upp, getur verið gríðarlega mikill.

(Forseti (SJS): Forseti biður hæstv. ráðherra velvirðingar á því að hann skyldi þurfa að tala á rauðu ljósi. En það var nú reyndar einu sinni farin heil fundaferð um landið á rauðu ljósi. )