151. löggjafarþing — 19. fundur,  13. nóv. 2020.

staða skólamála á tímum Covid-19, munnleg skýrsla mennta- og menningarmálaráðherra. - Ein umræða.

[11:38]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég vil líka nefna í þessu andsvari mínu að eitt af því sem hefur tekist mjög vel hér á Íslandi er að við höfum haldið leik- og grunnskólunum og öllu skólakerfinu okkar gangandi allan tímann. Það er annars bara eitt annað ríki, Svíþjóð, og svo Ísland. Okkur hefur tekist þetta. Við höfum verið að fylgjast mjög vel með í gegnum Skólapúlsinn og við erum stöðugt að mæla hvernig gengur, hver staðan er, og þær vísbendingar sem við fáum, jafnvel þó að þetta sé gríðarleg áskorun, eru margar jákvæðar. En það er þessi félagslegi þáttur sem mun reynast öllum erfiður. Það er mjög erfitt fyrir okkur að koma nákvæmlega inn í hann á þessum tímapunkti þegar við höfum verið að herða að og verið með þessar fjöldatakmarkanir. En ég er hins vegar sannfærð um að við lærum öll eitthvað af þessu. Ég er viss um að þetta fari bara alveg þokkalega, svo ég segi það.