151. löggjafarþing — 21. fundur,  17. nóv. 2020.

almenn hegningarlög.

267. mál
[15:40]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég kem hér upp til að hrósa hæstv. dómsmálaráðherra fyrir að leggja fram þetta mál. Þetta er alveg rosalega mikilvægt mál því að þessi brot hafa langvarandi og íþyngjandi áhrif á brotaþola sem fyrir þeim verða. En nú er það svo að þau fara iðulega fram á internetinu, þ.e. þar birtist þetta. Mig langar að spyrja hæstv. dómsmálaráðherra hvernig hún sjái fyrir sér að lögregla geti með myndugum hætti stutt við bakið á þeim brotaþolum sem verða fyrir slíkum brotum, hvort lögregla verði nógu vel búin fjárhagslega og í mannafla til þess að rannsaka þessi brot.

Jafnframt vil ég spyrja hæstv. dómsmálaráðherra út í það hvernig landamærum í þessum málum verður háttað, hver lögsagan verður í málum. Það sem birtist á erlendum síðum en varðar íslenska brotaþola — hvernig getur lögreglan brugðist við slíkum málum?