151. löggjafarþing — 21. fundur,  17. nóv. 2020.

menntastefna 2020--2030.

278. mál
[18:11]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef svo sem ekki miklu við þetta að bæta. Ég tek alveg undir að svona plögg eru þess eðlis að þau eiga að vera hnitmiðuð. Eins og kemur fram í upphafi eru auðvitað undirliggjandi árangursmælikvarðar, aðgerðaáætlanir og annað slíkt, þ.e. hvernig ná eigi hlutunum fram. Í sjálfu sér er ekkert betra að hafa textann neitt sérstaklega langan. Það er einmitt eitthvað sem við komum til með að fara yfir, hvort okkur finnst eitthvað hafa fallið út eða hvort við getum sætt okkur við þetta eins og það kemur fyrir. Ég er alla vega afskaplega ánægð með plaggið og held að það ætti að vera hægt að vinna það nokkuð hratt og örugglega í nefndinni.