151. löggjafarþing — 23. fundur,  19. nóv. 2020.

mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu.

[10:46]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Hæstv. fjármálaráðherra er tamt að afvegaleiða umræðuna. Samfylkingin hefur lagt áherslu á hvort tveggja, að búa til störf í einkageiranum og nauðsynleg störf í almannaþjónustu. En það er ekki það eina sem þarf að gera, að ráða fólk inn í opinbera kerfið. Hæstv. ráðherra hefur nú sjálfur starfað í rekstri í gegnum tíðina og hlýtur að vita að eitt er að byggja og annað að reka. Það er innbyggður halli í rekstri heilbrigðiskerfisins og hjúkrunarkerfisins. Það er ýmislegt fleira blóðug sóun en að stunda fjárútlát. Það er sóun að dreifa peningum með óskilvirkum hætti eins og var gert t.d. í leiðréttingu til heimilanna. Það er sóun að láta handvömm ráðherra, eins og í Landsréttarmálinu, kosta ríkið tugi milljóna. En það er líka sóun að vanfjármagna mikilvægt heilbrigðiskerfi á þann hátt að kostnaðurinn komi fram annars staðar. Ég spyr aftur: Er hæstv. ráðherra tilbúinn til að koma með okkur í leiðréttingu á undirmönnun?