151. löggjafarþing — 23. fundur,  19. nóv. 2020.

sóttvarnaaðgerðir með sérstakri áherslu á smitrakningu og einstakan árangur sem náðst hefur í henni hér á landi, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða.

[12:28]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Ég vil þá spyrja út í þetta með rýmin og fjölda í rýmum. Í lyfja- og matvöruverslunum mega vera 50–100 og miðað er við 1.000 fermetra. Þegar komið er yfir 1.000 fermetra má einn fara inn fyrir hverja 10 fermetra umfram það. Ég kom inn í verslun þar sem mega vera tíu og það eru þrengsli og ég hef líka komið inn í verslun þar sem mega vera 10 þar sem er svo vítt að þar gætu verið miklu fleiri. Ég spyr út frá jafnræðisreglu: Hvers vegna er þetta svona? Vegna þess að 1.000 fermetra búð með tíu inni er gjörólík 40 til 50 fermetra lyfjabúð með 50 inni eða 25. Þetta er svolítið undarlegt.

Svo eru það sundlaugarnar, vegna þess að eldra fólkið og við mörg þurfum á því að halda að komast í sund. (Forseti hringir.) Verður slakað á fyrir þá sem nauðsynlega þurfa á þessu að halda (Forseti hringir.) heilsunnar vegna? Það er að skaða heilsu sumra að fá ekki þessa þjónustu.