151. löggjafarþing — 24. fundur,  24. nóv. 2020.

breyting á starfsáætlun.

[13:40]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis var gert ráð fyrir að 2. umr. fjárlagafrumvarps yrði í dag, þriðjudaginn 24. nóvember. Nú er ljóst að það gengur ekki eftir en borist hefur bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem þess er farið á leit við forseta Alþingis að umræðunni verði seinkað og hún fari fram eigi síðar en í annarri viku desember. Ástæðan er sú að unnið er að tillögum um breytingar sem kunna að hafa áhrif jafnt á bæði fjárlagafrumvarpið og fjármálaáætlunina. Þær breytingar leiða af áhrifum kórónuveirufaraldursins, þar með talið rýmkaðar fjárheimildir vegna mótvægisráðstafana stjórnvalda. Málið er af þessum ástæðum ekki á dagskrá þingfundar í dag.

Forsætisnefnd fjallaði um málið, tók það fyrir á fundi sínum fyrr í dag, og samþykkti fyrir sitt leyti þessa breytingu á starfsáætlun.

Tilkynnt verður um hvenær 2. umr. um fjárlög muni fara fram um leið og það liggur ljósar fyrir.