151. löggjafarþing — 24. fundur,  24. nóv. 2020.

framlög til lífeyrisþega.

[14:02]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég verð að segja að ég fékk í fyrsta skipti í langan tíma hreint og klárt svar og það ætti að vera gleðiefni. Kæru öryrkjar, þið fáið þessar 50.000 kr. skattfrjálst. Það eru alveg nýjar fréttir, ég vissi það ekki. En það er þá gott að hæstv. ráðherra er búinn að uppfræða okkur um það.

En ég spurði líka hæstv. ráðherra hvort hann vissi hverju þetta myndi í raun skila öryrkjum. En ég fékk ekki svar við því. Hvernig er svo með þennan 1,1 milljarð? Jú, hann var eyrnamerktur í það og átti að fylgja því eftir að skerðingin fræga, króna á móti krónu, yrði afnumin að hluta.

En ég spyr þá aftur: Fá eldri borgarar þessa 50.000 kr. desemberuppbót, sem einungis eru á berstrípuðum almannatryggingabótum, með jafnvel lægri mánaðarlega framfærslu en öryrkinn sem situr við sama borð? (Forseti hringir.) Ef ekki, af hverju ekki?