151. löggjafarþing — 24. fundur,  24. nóv. 2020.

opinber stuðningur við nýsköpun.

322. mál
[16:57]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við í hv. fjárlaganefnd sendum spurningar um ýmislegt varðandi nýsköpunarmál. Það var ansi langur listi en að síðustu var beðið um upplýsingar varðandi frumvarp til fjárlaga fyrir 2021 og fjármálaáætlun, þ.e. hvernig stjórnsýslukostnaður lækki og framlög til nýsköpunarverkefna aukist að sama skapi. Svarið hvað varðar aukin framlög til nýsköpunarverkefna er góðra gjalda vert. Það er svo sem verið að auka þau.

En í tengslum við niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvar sagði ráðherra að það leiddi til hagræðingar og minni stjórnsýslukostnaðar. Afraksturinn ætti í auknum mæli að renna til þeirra verkefna sem þar lægju undir. Þeim hluta svarsins var einfaldlega sleppt. Því langar mig til að spyrja hæstv. ráðherra, einfaldlega bara beint út: Er til greining á því að þessar breytingar, sem er verið að gera með niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, leiði til hagkvæmni, minni stjórnsýslukostnaðar og betri þjónustu við þá sem sinna nýsköpun? Er sú greining til?