151. löggjafarþing — 24. fundur,  24. nóv. 2020.

Tækniþróunarsjóður.

321. mál
[18:39]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er svo sem ekki miklu við þetta að bæta. Ég deili þeim sjónarmiðum með hv. þingmanni að það er hin almenna regla að varast það frekar en hitt að vera með of loðið fyrirkomulag hvað varðar eignarhald hins opinbera á þessum stigum. Hlutverk Tækniþróunarsjóðs er skýrt og þar af leiðandi er það þannig í framkvæmd að þetta sé ekki með þessum hætti. En það er eðlilegt að löggjöfin sé skýr með það og spurning hvort orðalagið væri eins ef þetta væri afurð af heildarendurskoðuninni. En af því að við vorum einfaldlega að flytja ákvæði úr gildandi löggjöf í þessi lög þá stendur þetta svona. En eins og ég sagði þá kíkir nefndin á það.