151. löggjafarþing — 24. fundur,  24. nóv. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[19:13]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir. Ég vil spyrja út í fleiri atriði, á bls. 5. Hér er verið að tala um forsjárlaust foreldri og rétt forsjárlauss foreldris, eða foreldris sem ekki býr með foreldri sem fæðir barnið, til töku fæðingarorlofs. Þar vil ég spyrja út í útfærslu er varðar það að þessi tilfærsla verði eða að tilfærslan verði ekki til staðar ef viðkomandi skilar inn staðfestum samningi frá sýslumanni eða dómi innan þessara 24 mánaða frá fæðingu. Nú er kerfið okkar þannig að það bara virkar ekki svona. Maður veltir fyrir sér: Það barn sem getur ekki notið samvista með báðum foreldrum, fær það bara þessa sex mánuði? Sjöundi mánuðurinn þarf þá að vera framseljanlegur með samþykki beggja. Ég vil líka spyrja út í fæðingarstyrkinn, hvort hæstv. ráðherra telji nóg að fæðingarstyrkur sé 190.000 kr. fyrir námsmenn og 83.000 kr. fyrir einstaklinga utan vinnumarkaðar.