151. löggjafarþing — 24. fundur,  24. nóv. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[19:20]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði áðan: Þetta eru réttindaáunnið kerfi, þú færð ákveðið hlutfall af launum þínum í fæðingarorlof. Síðan ertu með fæðingarstyrki gagnvart einstaklingum — og hv. þingmaður, ég er bara að útskýra hvernig kerfið er upp byggt — sem ekki eru með réttindi innan atvinnukerfisins. Það er líka þannig að einstaklingar fá ákveðið hlutfall af launum sínum.

Ég er aftur ósammála því að 10 milljarða endurreisn á kerfinu sé ekki neitt. Það er ekki sjálfgefið að taka kerfi eins og fæðingarorlofskerfið á einu kjörtímabili og tvöfalda það. Er verkefnið búið? Nei. Er ég sammála hv. þingmanni um að hægt sé að fara í frekari aðgerðir? Já.