151. löggjafarþing — 24. fundur,  24. nóv. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[19:22]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta. Já, það eru til útreikningar á því en ég er ekki með þá í handraðanum. Það er hægt hins vegar að koma því til hv. þingmanns eða nefndarinnar. Ríkisstjórnin lagði annars vegar upp með að auka greiðslur úr fæðingarorlofi og hins vegar að lengja fæðingarorlofið. Það var það sem ríkisstjórnin lagði upp með sem verkefni. Við erum sannarlega að gera það og við verðum að standa við það. Við gerum það með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi. En ég er líka sammála hv. þm. Ólafi Þór Gunnarssyni um að verkefninu er ekki lokið. Þetta er klárlega eitt af því sem þarfnast skoðunar í framhaldinu, rétt eins og það að brúa bilið, rétt eins og frekari aðgerðir til að hvetja og styðja við barnafjölskyldur í þessu landi. Ég er ekki með í handraðanum hvað það myndi kosta, en það er hægt að koma því til hv. þingmanns.