151. löggjafarþing — 24. fundur,  24. nóv. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[22:11]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nei, það eru ekki veikindi að ganga með barn. Þess vegna sagði ég það einmitt ekki. Það heitir hins vegar veikindaleyfi þegar kona fær leyfi frá störfum af heilsufarsástæðum vegna þess að hún er það langt gengin að það er henni fyrir bestu að vinna ekki. Það eru heilsufarsástæður. Það er allt annað en veikindi. Ég er nú ekki það vitlaus að halda að ólétta sé veikindi. Ég veit ekki, þetta er kannski bara eitthvað sem velferðarnefnd þyrfti að skoða. Ég er ekki með þessa tölfræði á takteinum. Af þeim samskiptum sem ég hef átt við verðandi mæður á síðustu árum er það tilfinning mín að atvinnulífið hafi lagað sig að þessum veruleika og hið opinbera líka og konur almennt fái resept frá lækni og þær fái almennt leyfi frá störfum. Kannski væri betra að flétta þetta inn í fæðingarorlofskerfið, kannski ekki, ég þori ekki að segja. Þetta held ég að velferðarnefnd þurfi bara að skoða. Ég held að aðalatriðið sé að vikurnar fyrir fæðingu sé einhver sveigjanleiki til staðar fyrir verðandi mæður af augljósum ástæðum sem við hv. þingmaðurinn erum sammála um. Hvort það er í formi einhvers konar forfæðingarorlofs eða veikindaleyfis er bara útfærsluatriði um eitthvað sem við erum sammála um, heyrist mér.