Bráðabirgðaútgáfa.

151. löggjafarþing — 25. fundur,  25. nóv. 2020.

geðheilbrigðisþjónusta í landinu.

318. mál
[15:39]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við sem óskum eftir þessari skýrslu teljum hana nauðsynlegt gagn til að fá ákveðna yfirsýn yfir geðheilbrigðisþjónustu landsmanna sem og til að varpa ljósi á hvað mætti betur fara og hvað þarf að bæta. Svona úttekt hefur aldrei verið gerð. Auk þess erum við að bregðast við ákalli þeirra fjölmörgu sem hafa kallað eftir slíkri úttekt í málaflokknum.