151. löggjafarþing — 25. fundur,  25. nóv. 2020.

tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist.

202. mál
[15:44]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég kem hér upp til að biðla til þingmanna stjórnarmeirihlutans að styðja breytingartillögu okkar minni hlutans í nefndinni um að hækka endurgreiðsluhlutfallið í 35%.

Það var áhugavert að hlusta á hæstv. ráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, tala um mikilvægi þess að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndaframleiðslu á landinu. Það nákvæmlega sama á við hér. Við erum við að tala um mögulega 21,8 millj. kr. hækkun á ári, en þetta getur hins vegar skilað mörgum störfum og miklum gjaldeyristekjum fyrir landið. Ég bið ykkur því að styðja þetta góða mál. (HHG: Heyr, heyr.)