151. löggjafarþing — 25. fundur,  25. nóv. 2020.

tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist.

202. mál
[15:45]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Mig langar að taka undir orð hv. þm. Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur um mikilvægi þess að hækka, eins og breytingartillaga minni hlutans fer fram á, endurgreiðsluhlutfall upp í 35%. Það hefði í raun átt að gera fyrir um hálfu ári síðan. Eins hefði átt að gera það fyrir kvikmyndagerð, eins og hv. þm. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir kom inn á. Ég hvet ríkisstjórnina a.m.k. til að fara í þær aðgerðir núna strax ellegar að samþykkja breytingartillögu minni hlutans.