151. löggjafarþing — 25. fundur,  25. nóv. 2020.

tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist.

202. mál
[15:48]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

(ÞSÆ: Endurtaka.) Nei. Forseti er búinn að lýsa úrslitum. (Gripið fram í: Endurtaka atkvæðagreiðsluna.)(IngS: Það er verið að biðja um að endurtaka atkvæðagreiðsluna. Það hlýtur að vera hægt að gera það núna eins og oft áður. Annað er mjög einkennilegt.)Það er nú þannig að þegar atkvæðagreiðslu hefur verið lýst og ekki eru einhverjir tæknilegir meinbugir á því að hún hafi farið fram … (Gripið fram í.) — Ekki til þess að breyta niðurstöðunni, það er ekki meiningin með slíku. Hér var full þátttaka í atkvæðagreiðslunni þannig að forseti telur að það séu ekki forsendur til þess að fallast á það. (JÞÓ: Það er hefð fyrir því hjá forseta …) Forseti stendur ekki í rökræðum um slíka hluti.