151. löggjafarþing — 25. fundur,  25. nóv. 2020.

búvörulög.

224. mál
[15:52]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum. Megintilgangur frumvarpsins er að framfylgja samkomulagi um breytingar á samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, Bændasamtök Íslands og Samtök garðyrkjubænda skrifuðu undir í maí sl. Samkomulagið er liður í endurskoðun samnings um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða frá 19. febrúar 2016. Við næstu endurskoðun samningsins árið 2023, sem er mikilvægt, er markmið að framleiðsla á íslensku grænmeti hafi aukist um 25%. Auknir fjármunir verða lagðir í garðyrkjusamninginn sem nemur 200 millj. kr. á ári og munu þeir nýtast vel, m.a. til beingreiðslna vegna raforkukaupa, aðgerða í loftslagsmálum, þróunarverkefna og til fjölbreyttari ræktunar á grænmeti hér á landi.

Virðulegur forseti. Þessi lög eru góð leið. Góð byrjun.