151. löggjafarþing — 25. fundur,  25. nóv. 2020.

opinber fjármál.

6. mál
[16:01]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við styðjum þetta frumvarp enda eru þetta lélegar reglur. Það er fínt að afnema lélegar reglur þótt ekki sé nema tímabundið. Við hvetjum til þess að á þeim tíma sem reglurnar eru í frosti sé komið upp með eitthvað betra, því að reglurnar eins og þær eru virka bara þegar það er hagvöxtur, ekki þegar það er hrun. Það eru ekki mjög trúverðugar reglur. Reglurnar eiga að vera trúverðugar. Það eru rökin fyrir því að það eigi að hafa reglur, er meira að segja sagt. Ef þær eiga að vera í gildi þurfa þær líka að virka þegar það er efnahagskreppa.