151. löggjafarþing — 25. fundur,  25. nóv. 2020.

opinber fjármál.

6. mál
[16:02]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Miðflokkurinn tekur undir það að opinber fjármál leika lykilhlutverk í hagstjórnarviðbrögðum við þeirri miklu efnahagsvá sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér fyrir íslenskt efnahagslíf. Það er því þörf á því að víkja til hliðar tölulegum fjármálareglum laganna þannig að hægt sé að nýta þetta mikilvæga hagstjórnartæki sem við höfum sem best við núverandi aðstæður. Miðflokkurinn leggur hins vegar áherslu á að þær aðhaldsaðgerðir sem reglurnar kveða á um megi ekki draga úr getu ríkissjóðs til að sinna verkefnum sínum og alvarlegum áskorunum. Þess vegna styður Miðflokkurinn þetta mál.