sóttvarnalög.
Virðulegur forseti. Alþingi er löggjafinn. Alþingi getur átt samráð við hvern sem er og það er auðvitað mjög mikilvægt að Alþingi geri það. Ég taldi hins vegar mikilvægt, eins og komið hefur fram í máli mínu, að koma málinu sem fyrst til umfjöllunar á Alþingi. Og sem þingræðissinni er ég þeirrar skoðunar að sem mest af samráðinu eigi að fara fram á þeim vettvangi en ekki endilega hjá framkvæmdarvaldinu, sem ég stend fyrir hér. En af því að hv. þingmaður spyr sérstaklega um Persónuvernd, þá voru allar umsagnir Persónuverndar teknar til greina, samkvæmt mínum upplýsingum.