sóttvarnalög.
Virðulegur forseti. Ég náði ekki að svara spurningu hv. þingmanns í mínu fyrra andsvari varðandi heimildir á landamærum. Í raun og veru er ekki um auknar heimildir á landamærum að ræða með þessari breytingu heldur kannski skýrari. Ég tek undir það og ég held að það sé mjög mikilvægt að þingið taki á þessu máli af mikilli ábyrgð. Ég held að það sé mjög mikilvægt að frumvarpið verði ekki hefðbundið pólitískt bitbein heldur að þingið leggi töluvert á sig til að þetta mál megi afgreiða í sem breiðastri samstöðu. Ég vil a.m.k. leggja mitt af mörkum til að svo megi verða, vegna þess að sóttvarnalög þurfa að vera til og þau þurfa að halda, óháð kosningum og óháð því hvaða ríkisstjórn er í landinu á hverjum tíma. Þetta varðar líf og heilsu sem eru mikilvægustu mannréttindi hvers manns.