sóttvarnalög.
Herra forseti. Ég þakka fyrir þetta andsvar. Ég vil bara ítreka það að auðvitað eru þær aðgerðir sem ég var að lýsa og það sem er í þessu lagafrumvarpi, neyðaraðgerðir. Þessu er ekki beitt meðan allur faraldurinn stendur yfir né heldur þegar allt eldgosið stendur yfir. Þetta er neyðaraðgerð eins og margt af því sem ég var að telja upp sem er gripið til ef þörf er á. Auðvitað er þetta sett áður en á þetta reynir. Það hefur í sjálfu sér mjög sjaldan reynt á almannavarnalög og allra síst á mest íþyngjandi hluta þeirra. Það er alveg fullkomlega eðlilegt að taka þetta samtal þegar ekki er, við skulum ekki segja logn en a.m.k. ekki stórviðri, og setja nákvæmlega þau lagaákvæði sem tryggja það, að ef allt fer úr böndum einhvern tíma í framtíðinni, sé hægt að grípa til þessara ráðstafana. Þannig að mér finnst vera mjög holur hljómur í þessari gagnrýni og upplifi það þannig að það sé verið að lúsaleita í þessum lögum að einhverju til að hengja sig í þegar það er augljóst að íslensk lög heimila jafn íþyngjandi aðgerðir og þær sem hér er verið að tala um.