sóttvarnalög.
Forseti. Já, ég er til í það. En hæstv. ráðherra, ég vil að þessu sé skipt í sundur þannig að við getum afgreitt hratt og vel það sem Páll segir að nauðsynlegt sé að gera núna til að tryggja lagastoð við þær aðgerðir sem hafa virkað, sem hafa verið nauðsynlegar, en við tökum þær burtu sem ekki hafa verið nauðsynlegar og ekki hefur verið talið tilefni til að nota og ekki fyrirséð að sé nauðsynlegt eða tilefni til að nota í þessum faraldri. Við slítum þetta í sundur og ráðherra getur lagt það fram sem sérstakt þingmál. Þá getum við rætt það í eins langan tíma og þarf. Við getum gert það núna, það er sjálfsagt að gera það núna, en við látum það ekki stöðva hitt sem er nauðsynlegt að gera, það góða sem er í frumvarpi ráðherra sem krefst miklu minni yfirlegu og er hægt að afgreiða mjög hratt. Við gætum afgreitt það fyrir jól. En ef við erum með þetta ákvæði inni, sem er, eins og ráðherra segir, mjög varfærið atriði, þ.e. útgöngubannið, þá getur það tafið hitt. Það er það sem ég nefni og það er þannig sem ég nálgast það, út frá lausnamiðuðum forsendum, eins og ráðherra segir. Ég sé það sem lausn þannig að við getum gert það annars vegar án þess að útgöngubannið tefji þá nauðsynlegu þætti sem verður að gera hratt, og hins vegar að nauðsynlegu þættirnir, sem þurfa að gerast hratt, þrýsti einhvern veginn á að vinnum ekki nógu vel með það varfærnislega atriði sem útgöngubann er. Það er þess vegna sem mér sýnist að farsælasta leiðin sé að taka þetta í sundur og það er það sem ég er að spyrja ráðherrann um.