sóttvarnalög.
Forseti. Ég hjó eftir þessu í restina varðandi valdheimildina til að frelsissvipta fólk. Það sem mér var alla vega sagt, þegar ég talaði við Pál Hreinsson á opna fundinum, var að það væri heimild í 14. gr., að ef fólk færi í einangrun, væri skipað í einangrun, ætti það rétt samkvæmt stjórnarskránni og samkvæmt sóttvarnalögunum að fara með mál sitt fyrir dómara. Stjórnarskráin segir það. Páll segir að í 4. mgr. 67 gr. stjórnarskrárinnar segi að þetta gildi ef þú ert frelsissviptur á einhverjum grundvelli og hann segir að það sé frelsissvipting að vera settur í einangrun og líka í sóttkví. Hann leggur þar af leiðandi til að bætt sé við ákvæði um að ef þú ert skipaður í sóttkví gildi það sama og með einangrun, þú eigir að geta óskað eftir því að fá dómstóla til að úrskurða um lögmæti þeirrar ákvörðunar.
Ég veit ekki hvort ég misskil þingmanninn en vil endilega fá þetta skýrt eins og það er sett fram núna í lögunum. Ég hef kannski ekki lesið það nógu vel. Hvernig les þingmaðurinn þetta ákvæði? Er það ekki þannig, bara eins og ef þú ert frelsissviptur á einhverjum öðrum forsendum, eins og það er núna í þessu frumvarpi að verið er að laga það eins og það var varðandi 14. gr., að þú eigi rétt fyrir fram. Ef þú ert settur í sóttkví þá getir þú sagt: Ég mótmæli. Og þá ertu kallaður fyrir dómara sem sker úr um það. Er það ekki rétt skilið hjá mér? Er það ekki þannig sem er verið að laga þetta? Ef það er verið að laga það þannig þá erum við að færa okkur í átt að því sem stjórnarskráin segir en því hefur ekki verið framfylgt — eða það hefur eitt tilfelli komið upp. Ég tók eftir því af því að Páll nefndi það, ég spurði sérstaklega um þetta, hann sagði: Þetta fellur undir stjórnarskrána þó að það sé ekki tilgreint í lögunum, varðandi sóttkvína, þannig að það ætti að gera það, annars á fólk skaðabótarétt samkvæmt 4. mgr. 67. gr. Þetta kom fram á opna á fundinum. Þannig að ég talaði við Víði og benti honum á þetta sjónarmið strax, bara þannig að stjórnvöld færu að fara eftir stjórnarskránni þótt það væri ekki heimild í lögum. Hann tók mjög vel í það. Ég hef heyrt að fólki hefur verið leyft að fara fyrir dómstóla með þetta. (Forseti hringir.) Ég vildi bara fá þetta skýrt frá þingmanninum, því að þetta er mikilvægt atriði.