151. löggjafarþing — 26. fundur,  26. nóv. 2020.

staða mála á vinnumarkaði nú á tímum Covid-19, munnleg skýrsla félags- og barnamálaráðherra. - Ein umræða.

[11:28]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegur forseti. Ég þakka svar ráðherrans. Mér finnst líka mikilvægt að við ræðum þær leiðir sem farnar hafa verið til að auka möguleika á því að koma fólki til vinnu. Við vitum það í þessum sal að það versta er þegar fólk festist í atvinnuleysi og á erfitt með að komast út úr því. Á Suðurnesjum hefur verið gert samkomulag milli Vinnumálastofnunar og atvinnurekenda um sérstakt framlag til fólks sem vill koma sér til starfa og nánast reyndar búa sér til störf. Mig langar að vita hvort ráðherrann hafi kynnt sér það. Mig langar líka að spyrja hvernig það hefur gengið að fyrirtæki nýti sér þá leið að atvinnuleysisbætur fylgi nýjum störfum. Það er gríðarlega mikilvægt að við gerum allt til þess að fá fólk út á vinnumarkaðinn aftur. Því fyrr því betra.