151. löggjafarþing — 26. fundur,  26. nóv. 2020.

viðskiptaleyndarmál.

13. mál
[13:50]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég rakti þetta mál aðeins í ræðu hér áðan, og er það í góðum tilgangi gert. Það eru alveg réttmætar ástæður fyrir málinu sem slíku. En þar sem þetta býr til þá ógn að fólk geti verið fangelsað fyrir að tjá sig er eðlilegast að sitja hjá í þessu máli og sér í lagi að greiða atkvæði gegn ákvæði sem snýr að refsirammanum. Þetta mál hefði getað verið mjög gott. Það hefði getað náð réttilega utan um þær eðlilegu áhyggjur sem eru til staðar varðandi viðskiptaleyndarmál og annað. En þar sem refsiramminn er þetta víður geta Pírata ekki tekið undir það.