151. löggjafarþing — 26. fundur,  26. nóv. 2020.

fjáraukalög 2020.

337. mál
[16:05]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér held ég að reyni sérstaklega á það hvort stóraukin þörf á endurhæfingarlífeyri í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins hafi verið fyrirséð eða ekki. Ég held að málið snúist fyrst og fremst um það. Um endurhæfingarlífeyrinn að öðru leyti vil ég segja að hann er á ákveðinn hátt snemmtæk íhlutun í örorkukerfinu, dálítið skylt úrræði og VIRK og öll virkniúrræðin sem við erum að vinna með á vinnumarkaðnum og ofboðslega mikilvægt að við fjármögnum að fullu þörfina á því að hjálpa fólki sem getur náð sér aftur á strik þannig að það endi ekki með varanlega örorku.