151. löggjafarþing — 28. fundur,  27. nóv. 2020.

kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslu Íslands.

351. mál
[20:26]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Málið er einfalt. Það er öllum þungbært sem hér setja að setja lög á verkfall flugvirkja, eins og við leggjum til að gert verði í dag. En það er alveg ljóst eftir þá umræðu sem átt hefur sér stað, bæði í þingsal í dag og einnig á fundi allsherjar- og menntamálanefndar, að lengra varð ekki komist í samningum að þessu sinni og að öryggi landsmanna er ógnað af þeim sökum að verkfall skall á hjá flugvirkjum. Þess vegna greiðir þingflokkur Framsóknarflokksins atkvæði með því að lög verði sett.