151. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2020.

framleiðsla hormónalyfja úr hryssublóði.

[15:32]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir skýr svörin. En ég vil bara benda á það að siðaðar þjóðir eru löngu hættar þessu. Ef þær geta hætt þessu, hvers vegna í ósköpunum erum við þá að gera þetta? Hver er tilgangurinn? Og svo segir hann að þetta sé undir eftirliti Matvælastofnunar. Jú, en það er búið að fella það undir tilraunir á dýrum, dýratilraunir, ekki velferð dýra. Ég spyr: Hvers vegna í ósköpunum er það þar undir? Og ef þetta er allt í lagi, hvers vegna í ósköpunum þarf að pína hrossin og taka úr þeim blóð til þess eingöngu að auka framleiðslu og getu gyltna til að framleiða meira kjöt? Getum við verið í fáránlegri stöðu en þetta? Er hægt að leggjast lægra? Ég sé engan tilgang með þessu. Ég spyr: Er ekki löngu kominn tími á að við högum okkur eins og aðrar siðaðar þjóðir og hugsum um velferð dýra og hættum þessu?