151. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2020.

mannvirki.

17. mál
[21:39]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni aftur. Þá legg ég bara aftur áherslu á það að hér erum við að tala um framfylgd laganna og þau gæðakerfi sem þeim tengjast. Hægt væri að halda langar ræður um algilda hönnun. Ekki er akkúrat verið að tala um það heldur frekar að framfylgja þeim niðurstöðum sem við höfum komist að í því og markmiðsákvæðin þarna eru náttúrlega til að skapa lausnir. Þannig að ég held að það verði alltaf, eftir því sem byggingarsögunni fleytir fram, auðveldara að verða við algildri hönnun og það er bara mun dýrara í byggingum ef alltaf þarf að bregðast við eftir á í stað þess að hugsa fyrir því strax í upphafi. Ég held að það sé stórt neytendamál á alla kanta að hér takist vel til strax í upphafi við byggingarframkvæmdir.