151. löggjafarþing — 32. fundur,  7. des. 2020.

samvinnufélög o.fl.

56. mál
[18:43]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ja, ég hef ekkert andsvar. Ég skal viðurkenna að þetta leggst mjög þungt á mig. Það lagðist mjög þungt á mig að sjá Sjálfstæðismenn á þessu frumvarpi. Ég segi ekki að ég hafi átt svefnlausa nótt, en það leggst mjög þungt á mig. Ástæðan fyrir þessu er auðvitað að menn gleyma sér af því að markmiðin eru góð. Menn gleyma sér og hugsa: Ja, heyrðu, þetta er bara fínt. Já, já, við þurfum auðvitað að hafa jöfn kynjahlutföll í stjórnum. Ég er ekki viss um að menn hugsi mikið lengra. En öll þessi réttindi sem við höfum hverfa ekki á einni nóttu. Þessi mikilvægu réttindi sem menn eru búnir að hamast við að koma á hverfa aldrei á einni nóttu, þau hverfa smátt og smátt af því að við göngum alltaf lengra og lengra. Þetta er bara einn liður í því. Það er svo margt, margt annað.