151. löggjafarþing — 32. fundur,  7. des. 2020.

samvinnufélög o.fl.

56. mál
[19:01]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú skortir sérfræðing sérfræðikunnáttu. Mér hefur alltaf fundist að allt svona varðandi kynjahlutfall einhvers sem kosið er gangi ekki upp en sjálfsagt eru einhverjar útfærslur á því, annaðhvort í samþykktum félaganna eða að þegar búið er að kjósa og það stemmir ekki við lögin þá þurfi að kjósa aftur, kannski aftur og aftur þangað til að markmiðum er náð. Ég reikna með því. Vandamálið er auðvitað að við erum að ganga svo langt í þessu. Þetta eru bara einhver einkahlutafélög, þetta er bara í kringum ákveðið fólk, ákveðnar fjölskyldur, ákveðna hagsmuni þess fólks. Svo getur það ekki allt verið í stjórn vegna þess að löggjafinn hefur ákveðið eitthvað annað. Þetta hljóta að vera einhver praktísk vandamál (Forseti hringir.) og kannski er það ástæðan fyrir því að menn ná þessu ekki alls staðar. Stóru félögin munu auðvitað bara kjósa aftur og aftur þangað til þetta næst, reikna ég með.