151. löggjafarþing — 33. fundur,  8. des. 2020.

félagsleg aðstoð og almannatryggingar .

361. mál
[14:15]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég ætla ekki að lengja þessa umræðu meira en þörf er á heldur eingöngu fagna þeirri samstöðu sem varð í hv. velferðarnefnd um að hraða meðferð þessa máls í gegnum þingið til þess að hægt sé að afgreiða eingreiðsluna sem tilgreind er í frumvarpinu fyrir jól. Þetta er mikið réttlætismál og mikilvægt mál. Ég fyllist stolti yfir því að hv. velferðarnefnd geti, algjörlega einhuga, einum rómi, unnið saman að þessu máli hratt og vel. Nefndin fékk tvær umsagnir sem voru algerlega samhljóma um að flýta afgreiðslu málsins og við svöruðum því kalli. Það er mjög ánægjulegt.