151. löggjafarþing — 34. fundur,  9. des. 2020.

atvinnuleysistryggingar.

300. mál
[15:38]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég styð þetta frumvarp en var með fyrirvara á nefndarálitinu af því að ég hefði viljað að þetta gilti lengur, til næsta hausts, og hefði viljað hafa hærri bætur. Eins og þetta er sett fram mun ég styðja það en það hefði verið mun æskilegra að fá bæði hærri upphæðir og lengri tíma.