151. löggjafarþing — 34. fundur,  9. des. 2020.

atvinnuleysistryggingar.

300. mál
[15:44]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég styð ekki þessa tillögu og geri grein fyrir atkvæðinu þannig. En ég kem hér fyrir hönd þeirra þingmanna sem sitja þannig að þeir sáu ekki á atkvæðatöflu þegar atkvæði voru greidd og óska eftir því að atkvæðagreiðslu ljúki aldrei fyrr en myndin af atkvæðagreiðslunni hefur birst í hliðarsal.